Niðurstöður mengunarmælinga á Seyðisfirði ljósar eftir helgi

Fyrr í vikunni varð vart við hugsanlega mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði en nú hefur Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) staðfest að þar er mengun til staðar. Sjóða verður allt vatn í það minnsta framyfir helgina.

Mengun þessi er eingöngu í húsum við Strandarveg og engin hætta talin á að mengunin dreifist víðar í vatnskerfi bæjarbúa en talið er að orsakanna megi rekja til bræðslu Síldarvinnslunnar við þá götu.

Íbúar og starfsmenn í götunni hvattir til að láta vatn renna sé þess kostur til að hreinsa út og skola lagnir. Verði fólk vart við aukna mengun eða lykt skal hafa samband við HEF-veitur umsvifalaust.

Af hálfu HAUST verða fleiri sýni tekin í götunni í dag en niðurstöður þeirra verða ekki ljósar fyrr en á mánudaginn kemur í fyrsta lagi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.